Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fóru fýluferð í Vesturbæinn
Magnúsi var ekki vikið af velli í þetta sinn heldur meiddist hann.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 16. maí 2022 kl. 22:45

Keflvíkingar fóru fýluferð í Vesturbæinn

Keflavík lék sinn sjöunda leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir spiluðu gegn KR á heimavelli þeirra síðarnefndu. Það voru heimamenn sem skoruðu eina mark leiksins og er Keflavík því með aðeins fjögur stig eftir sjö leiki.

Keflavík varð fyrir áfalli snemma í leiknum þegar fyrirliði þeirra, Magnús Þór Magnússon, meiddist og þurfti að fara af leikvelli. Keflvíkingar virtust bara eflast við mótlætið og sköpuðu sér fín færi í kjölfarið, Adam Ægir Pálsson átti skot í stöng og skömmu síðar voru Keflvíkingar komnir í gegn en markvörður KR braut á sóknarmanni og uppskar gult spjald fyrir vikið. Vildu margir meina að þarna hefði dómarinn átt að sýna rauða spjaldið enda markvörðurinn eina hindrunin á vegi sóknar að auðu marki KR – það má velta fyrir sér hvað brottvísun hefði gert fyrir leikinn.

Keflvíkingar vörðust vel og beittu skyndisóknum sem sköpuðu KR-ingum oft og tíðum vandræðum en mörkin létu á sér standa og í hálfleik var markalaust. Áfram héldu Keflvíkingar að ógna í seinni hálfleik og KR átti erfitt með að finna glufu á sterkri vörn þeirra bláklæddu – þar til á 67. mínútu að ein fyrirgjöf rataði á kollinn á sóknarmanni KR sem skallaði í markið en fram að því höfðu Keflvíkingar verið að eiga ágætis hálffæri. Eftir markið sóttu þeir stífar og voru ekki langt frá því að jafna en tap staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður að segjast eins og er að staða Keflavíkur ætti að vera talsvert betri en hún er á stigatöflunni. Liðið hefur átt fína leiki sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að skila fleiri stigum í hús – en það er víst ekki spurt að því.