Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fengu brons á pollamóti KSÍ
Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 11:12

Keflvíkingar fengu brons á pollamóti KSÍ

Piltarnir í A - liði 6. flokks Keflavíkur stóðu sig mjög vel í  úrslitakeppni Pollamóts KSÍ sem fram fór á Fylkisvelli um síðustu helgi. 
Strákarnir áunnu sér þátttökurétt í úrslitunum með því að vinna sinn riðil, sem leikinn var fyrr í sumar á ÍR-vellinum, með fullu húsi stiga.  Í úrslitakeppninni var leikið í tveimur fjögurra liða riðlum og voru leikir Keflvíkinga sem hér segir:
Breiðablik 2 - Keflavík 1 - 4 (Elías Már Ómarsson 4 mörk)
Fylkir - Keflavík 3 - 0
Grindavík - Keflavík 0 - 4 (Samúel Kári Friðjónsson 2, Ívar Gauti
Guðlaugsson og Axel Pálmi Snorrason)

Keflavík lenti í 2. sæti í sínum riðli og lék því gegn ÍR í leik um 3. sætið í mótinu.  Piltarnir áttu mjög góðan leik og unnu sannfærandi sigur 5 - 3.  Elías Már Ómarsson var í miklum ham í þessum leik og gerði 4 mörk, hvert öðru glæsilegra, Axel Pálmi Snorrason gerði 1 mark.

Piltarnir eiga hrós skilið fyrir stórgóða frammistöðu, sigruðu í sex leikjum af sjö í mótinu, töpuðu einungis gegn Fylkispiltum sem stóðu
svo uppi sem sigurvegarar mótsins.

Mynd 1: A - lið 6. flokks sem náði 3. sæti á Íslandsmótinu. Efri röð frá vinstri: Sigmundur Árni Guðnason, Ási Skagfjörð Þórhallsson, Ívar Gauti Guðlaugsson, Elías Már Ómarsson, Samúel Kári Friðjónsson og Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari.  Neðri röð frá vinstri: Axel Pálmi Snorrason, Tómas Orri Grétarsson, Björn Elvar Þorleifsson (fyrirliði), Eyþór Guðjónsson og Ólafur Ingvi Hansson.

Mynd 2: Markverðirnir Tómas Orri Grétarsson og Eyþór Guðjónsson stóðu sig mjög
vel á mótinu og sýndu oft á tíðum glæsileg tilþrif.

Mynd 3: Frá leik Keflavíkur og ÍR í leiknum um 3. sætið.

Myndirnar tók Herborg Valgeirsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024