Keflvíkingar féllu með sæmd
Stórsigur Keflvíkinga á Grindavík, 4-1 í síðustu umferð Símadeildar karla í dag dugði liðinu ekki til að halda sér uppi í efstu deild þar sem Fram sigraði KA 3-0 á Akureyri og því munu Keflvíkingar spila í 1. deild næsta sumar. Grindvíkingar skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var að verki Grétar Hjartarson og þannig stóðu leikar í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik komu Keflvíkingar dýrvitlausir til leiks og með mikilli baráttu náðu þeir að skora fjögur mörk þar sem Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu sín tvö mörkin hvor. Keflavíkurliði á hrós skilið fyrir frábæran karakter í leiknum og mikla baráttu og var hreinlega unun að sjá til liðsins í dag. Allir leikmenn liðsins tóku virkan þátt í leiknum og gáfust aldrei upp enda uppskáru þeir góðan sigur. Það er því mikil kaldhæðni í því að Keflavíkurliðið hafi fallið í dag eftir að hafa átt sinn besta leik í sumar, en svona er fótboltinn.
Keflvíkingar þurfa þó ekki að kvíða framtíðinni þar sem liðið er mjög ungt og ef rétt verður haldið á spilunum ætti liðið að fara beinustu leið upp aftur.
Kjartan Másson hefur hvatt liðið, hann stjórnaði í dag sínum síðasta leik og því mun nýr þjálfari reyna að koma liðinu upp úr 1. deild.
Þess má að lokum geta að Grétar Hjartarson tryggði sér markakóngstitilinn í ár með marki sínu í leiknum og er hann vel að þeim sigri kominn enda spilaði hann og Grindavíkurliðið allt mjög vel í sumar.
Myndin: Keflvíkingar felldu margir tár í leikslok þegar ljóst var að stórsigur þeirra, 4-1, dugði ekki til að halda sætinu í úrvalsdeildinni. VF-mynd: pket
Keflvíkingar þurfa þó ekki að kvíða framtíðinni þar sem liðið er mjög ungt og ef rétt verður haldið á spilunum ætti liðið að fara beinustu leið upp aftur.
Kjartan Másson hefur hvatt liðið, hann stjórnaði í dag sínum síðasta leik og því mun nýr þjálfari reyna að koma liðinu upp úr 1. deild.
Þess má að lokum geta að Grétar Hjartarson tryggði sér markakóngstitilinn í ár með marki sínu í leiknum og er hann vel að þeim sigri kominn enda spilaði hann og Grindavíkurliðið allt mjög vel í sumar.
Myndin: Keflvíkingar felldu margir tár í leikslok þegar ljóst var að stórsigur þeirra, 4-1, dugði ekki til að halda sætinu í úrvalsdeildinni. VF-mynd: pket