Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

  • Keflvíkingar fastir í lyftu á Spáni
    Ekki er vitað hvort þetta sé lyftan sem á í hlut en henni ku svipa til þessarar
  • Keflvíkingar fastir í lyftu á Spáni
    ,,Bjargvætturinn" Frans Elvarsson
Fimmtudagur 9. apríl 2015 kl. 10:00

Keflvíkingar fastir í lyftu á Spáni

Frans Elvarsson gerir tilkall til fyrlrliðabandsins eftir björgunaraðgerðir

Keflvíkingarnir Jóhann Birnir Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon eru ekki bara liðtækir knattspyrnumenn því félagarnir hafa greinilega lag á því að koma sér í neyðarlegar aðstæður utan vallar.

Karlalið Keflavíkur er statt á Spáni í æfingaferð þessa dagana og var liðið nýkomið á hótel sitt kl. 01:30 um nótt þegar lyftuferð þeirra félaga snérist upp í 40 mínútna stopp þar sem að enginn starfsmaður hótelsins kippti sér upp við það þótt að leikmennirnir ýttu ítrekað á neyðarbjöllu lyftunnar. Þeir Jóhann og Sindri brugðu á það ráð að senda snapchat skilaboð á liðsfélaga sína sem sendu ,,bjargvættinn" Frans Elvarsson á vettvang, vopnaðan skrúfjárni, og bjargaði hann þeim Jóhanni og Sindra úr lyftunni með því að spenna upp hurð lyftunnar

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Snapchat skilaboð sem Sindri sendi frá sér úr lyftunni

Ekki fylgir sögunni hvort að Frans muni bera fyrirliðaband liðsins í sumar vegna vasklegrar framgöngu sinnar í málinu, en ljóst er að þar fer maður sem hægt er að treysta á þegar á reynir, sama hvað klukkan slær!

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25