Keflvíkingar fastir í lyftu á Spáni
Frans Elvarsson gerir tilkall til fyrlrliðabandsins eftir björgunaraðgerðir
Keflvíkingarnir Jóhann Birnir Guðmundsson og Sindri Snær Magnússon eru ekki bara liðtækir knattspyrnumenn því félagarnir hafa greinilega lag á því að koma sér í neyðarlegar aðstæður utan vallar.
Karlalið Keflavíkur er statt á Spáni í æfingaferð þessa dagana og var liðið nýkomið á hótel sitt kl. 01:30 um nótt þegar lyftuferð þeirra félaga snérist upp í 40 mínútna stopp þar sem að enginn starfsmaður hótelsins kippti sér upp við það þótt að leikmennirnir ýttu ítrekað á neyðarbjöllu lyftunnar. Þeir Jóhann og Sindri brugðu á það ráð að senda snapchat skilaboð á liðsfélaga sína sem sendu ,,bjargvættinn" Frans Elvarsson á vettvang, vopnaðan skrúfjárni, og bjargaði hann þeim Jóhanni og Sindra úr lyftunni með því að spenna upp hurð lyftunnar
Snapchat skilaboð sem Sindri sendi frá sér úr lyftunni
Ekki fylgir sögunni hvort að Frans muni bera fyrirliðaband liðsins í sumar vegna vasklegrar framgöngu sinnar í málinu, en ljóst er að þar fer maður sem hægt er að treysta á þegar á reynir, sama hvað klukkan slær!