Keflvíkingar fara í Vesturbæinn og Njarðvíkingar fá Valsstúlkur í heimsókn
Í kvöld fer fram 7. umferð í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta en þar ber sennilega helst að nefna slag KR og Keflavíkur en leikurinn sá fer fram í Vesturbænum í Reykjavík. Njarðvíkingar leika á heimavelli gegn Valsstúlkum.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15 og hægt er að fylgjast með leik Kr-inga og Keflvíkinga á vef KR. Að sjálfsögðu eiga körfuboltaáhugamenn svo að fjölmenna í Ljónagryfjuna og hvetja Njarðvíkurstúlkur til sigurs.
Staðan: