Þriðjudagur 30. júlí 2013 kl. 16:52
Keflvíkingar fá varnarmann
Varnarmaðurinn Endre Ove Brenne hefur samið við Keflvíkinga og mun leika með þeim út tímabilið í Pepsi-deild karla.
Brenne sem er fæddur árið 1988, leikur bæði sem hægri bakvörður og í miðri vörninni. Hann lék með Selfyssingum í fyrra en leikmaðurinn er þegar kominn með leikheimild.