Keflvíkingar fá ungan framherja á láni
Verður á láni út tímabilið
Knattspyrnulið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk frá Viking Stavanger í Noregi. En framherjinn ungi Martin Hummervoll verður á láni hjá félaginu það sem eftir er af tímabilinu, þetta staðfesti Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í samtali við 433.is fyrr í dag. Þetta er þriðji leikmaðurinn sem kemur til Keflavíkur síðan að glugginn opnaði en þeir Farid Zato og Chukwudi Chijindu komu til liðsins á dögunum en þeir spiluðu sinn fysta leik á móti Víking á sunnudaginn. Hummervoll hefur spilað nokra leiki fyrir aðallið Viking en hann er fæddur árið 1996.