Keflvíkingar fá nýjan leikmann
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn CJ Burks. Hann útskrifaðist úr Marshall University 2019 þar sem hann var einn af lykilmönnum liðsins öll fjögur árin sem hann spilaði.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, hafði þetta að segja um nýjasta leikmann Keflavíkur á Facebooksíðu félagsins:
„CJ Burks er fjölhæfur vængmaður sem getur skorað á marga vegu. Hann er einnig góður varnarlega og kemur til með þétta hópinn okkar töluvert. Hann er mikill keppnismaður og ég hlakka mikið til að fá hann í okkar raðir."
Hjá Keflavík eru fyrir Deane Wiliams og Dominykas Milka en þeir voru lykilmenn í liðinu á síðustu leiktíð.