Keflvíkingar fá liðsstyrk
Paul Sheppard, miðjumaður frá Leeds, kemur til reynslu hjá Landssímadeildarliði Keflvíkinga á morgun. Sheppard er 23 ára gamall og hefur leikið með unglingaliðum Leeds, en var í láni hjá skoska liðinu Ayr United á síðustu leiktíð. Hann hefur góð meðmæli og er talinn mjög efnilegur, skv. heimildum Víkurfrétta. Talið er mjög líklegt að Englendingurinn ungi muni verða í láni hjá Keflvíkingum það sem eftir er deildarinnar í sumar.