Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fá góðan liðsstyrk
Miðvikudagur 13. ágúst 2008 kl. 10:35

Keflvíkingar fá góðan liðsstyrk

Körfuknattleikslið Keflavíkur hefur fengið góðan liðsstyrk því Bandaríkjamaðurinn Steve Dagostino er genginn til liðs við félagið. Dagostino er bakvörður og er 180 cm að hæð. Hann er 22ja ára gamall og hefur leikið með St. Rose háskólaliðinu undanfarin fjögur ár. Hann var valinn í úrvalslið Austurstrandarinnar í stjörnuleik háskólaboltans á þessu ári. Þar skoraði hann 13 stig, gaf sex stoðsendingar og stal einum bolta. Leikmaðurinn er því mikill hvalreki fyrir Íslandsmeistara Keflavíkur.


Smella hér til að sjá myndband með Steve Dagostino.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024