Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar fá Drago-styttuna
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 11:16

Keflvíkingar fá Drago-styttuna

Á ársþingi KSÍ laugardaginn 11. febrúar fékk lið Keflavíkur Drago-styttuna sem prúðasta lið Landsbankadeildarinnar 2005.

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Rúnari Arnarsyni, formanni knattspyrnudeildarinnar, styttuna. Lið KA fékk viðurkenningu sem prúðasta lið 1. deildar síðasta sumar.

Þetta er þriðja árið í röð sem Keflavíkurliðið fær slíka viðurkenningu, liðið var einnig prúðasta lið úrvalsdeildar árið 2004 og fékk einnig viðurkenningu þegar liðið lék í 1. deild árið 2003. Liðið hefur náð ágætum árangri þessi þrjú ár og segir á heimasíðu félagsins að gaman sé að sjá að prúður leikur og stigasöfnun geta farið vel saman.

Þess má geta að Keflavík hlaut Drago-styttuna einnig árin 1976, 1979, 1993 og 1995.

Af www.keflavik.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024