Keflvíkingar fá Blika í heimsókn
Keflavíkingar taka á móti Breiðabliki í Pepsí-deild karla í knattspyrnu síðdegis. Leikurinn hefst kl. 17:15 og fer fram á Nettóvellinum í Keflavík.
Á sama tíma taka KR-ingar á móti Grindvíkingum.
Keflavík er í 7. sæti deildarinnar með 20 stig en mótherjarnir, Breiðablik, eru sæti neðar en með jafn mörg stig. Grindavík er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig en mótherjar þeirra, KR, er með 38 stig í 2. sæti deildarinnar.