Keflvíkingar ennþá taplausir á toppnum
Keflvíkingar fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, þegar þeir lögðu Þór Þorlákshöfn, 97-88 á heimavelli sínum. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Keflvíkingar stigu aðeins af bensíngjöfinni undir lok leiks. Fimm leikmenn Keflvíkinga skorðu 10 stig eða fleiri í leiknum en Michael Craion var stigahæstur með 22 stig og 14 fráköst. Eftir leikinn eru Keflvíkingar efstir með fullt hús, 10 stig eftir fimm leiki.
Keflavík-Þór Þ. 97-88 (35-22, 20-19, 26-21, 16-26)