Keflvíkingar enn ósigraðar
Keflavík er með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær.
Haukar - Keflavík 81:93
Framan af fyrsta leikhluta var allt í járnum en Keflavík náði að síga fram úr undir lok fyrsta leikhluta og fóru með þriggja stiga forystu inn í hálfleikinn (48:51).
Heimakonur náðu yfirhöndinni í þriðja leikhluta en Keflavík tók leikinn í sínar hendur í þeim fjórða og hafði að lokum tólf stiga sigur (81:93).
Þetta var fimmti sigur Keflvíkinga í jafnmörgum leikjum og eru þær því einar órsigraðar á toppi deildarinnar en næst koma Njarðvík og Grindavík með fjóra sigra og eitt tap.
Daniela Wallen og Anna Ingunn Svansdóttir voru atkvæðamestar í liði Keflavíkur, Wallen með tuttugu stig og Anna Ingunn nítján.