Keflvíkingar enn í sumargírnum
Keflvíkingar eru þessa dagana á fullu við undirbúning fyrir körfuboltavertíðina sem er framundan. Þeir spreyttu sig í gær gegn blönduðu liði On-point frá Bandaríkjunum. Liðið samanstendur af bandarískum leikmönnum héðan og þaðan, en markmið liðsins er að leikmenn liðsins komi sér á framfæri víðsvegar um heiminn og fái í kjölfarið hugsanlega samninga hjá félagsliðum.
Liðið, eða verkefnið réttara sagt, heitir On-Point Basketball Development Program og verða þeir staddir á Íslandi á næstu 6 dögum en í kvöld verður liðið í Grindavík.
Skemmst er frá því að segja að Keflvíkingar töpuðu leiknum 97-69 og nokkuð ljóst að liðið er að stíga sín fyrstu spor eftir langt frí og leikmenn eiga langt í land hvað leikform varðar. Þó mátti sjá ljósa punkta í leik Keflvíkinga og Arnar Freyr Jónsson átti flotta endurkoma í Sláturhúsið.
Mynd: Arnar Freyr Jónsson átti lipra spretti í gær en spennandi verður að sjá hann með Keflvíkingum í vetur.