Keflvíkingar enn án sigurs
Fyrsta umferð riðlakeppninnar í Lengjubikarnum í körfuknattleik fór fram í dag og voru Keflavík og Grindavík í eldlínunni hjá körlunum. Tímabilið byrjar ekki vel hjá bikarmeisturum Keflavíkur sem lágu fyrir Skallagrími í Borgarnesi, 107-98.
Valur Orri Valsson fór fyrir Keflvíkingum og skoraði 24 stig. Darrel Lewis kom næstur með 23 stig. Keflvíkingar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni og taphrinan hélt áfram í kvöld.
Grindvíkingar lögðu á sama tíma Hauka mjög sannfærandi að Ásvöllum, 70-92. Stigaskor dreifðist jafnt á milli leikmanna. Samuel Zeglinski skoraði 19 stig, Aaron Brossard var með 18 stig og Þorleifur Ólafsson setti niður 14 stig.
Haukar-Grindavík 70-92 (17-29, 19-20, 23-28, 11-15)
Haukar: Arryon Williams 17/17 fráköst, Kristinn Marinósson 16, Haukur Óskarsson 13/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Emil Barja 5/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Andri Freysson 5/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Steinar Aronsson 2
Grindavík: Samuel Zeglinski 19/7 fráköst, Aaron Broussard 18/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Jóhann Árni Ólafsson 12, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 6, Egill Birgisson 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2/4 fráköst.
Skallagrímur-Keflavík 107-98 (24-26, 25-19, 31-27, 27-26)
Skallagrímur: Haminn Quaintance 24/17 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Carlos Medlock 23/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 19/6 fráköst, Orri Jónsson 18, Trausti Eiríksson 12/9 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 4, Davíð Ásgeirsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigmar Egilsson 0/5 stoðsendingar.
Keflavík: Valur Orri Valsson 24/6 fráköst/11 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/7 stoðsendingar, Kevin Giltner 19, Michael Graion 14/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 4, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 2.