Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar ekki í vandræðum með nágranna sína
Miðvikudagur 28. september 2011 kl. 15:14

Keflvíkingar ekki í vandræðum með nágranna sína

Keflvíkingar lögðu granna sína frá Grindavík 76-60 á heimavelli sínum í gær í Reykjanesmóti karla þar sem þeir voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Í lokin skildu leiðir og allt útlit fyrir að Keflvíkingar hafi einfaldlega viljað sigurinn mun meira en þeir gulu.

Hjá Keflvíkingum var Jarryd Cole einvaldur í teignum og skoraði 34 stig. Sigurður Þorsteinsson hjá Grindavík átti greinilega í vandræðum en hann var kominn í villuvandræði snemma og fór svo að lokum að velli með 5 villur. Arnar Freyr var sprækur hjá Keflavík sem og Valur Orri Valsson. Ólafur Ólafsson var sá eini hjá Grindavík sem að spilaði að eðlilegri getu en aðrir voru frekar slakir. Keflvíkingar spiluðu svæðisvörn sem að Grindvíkingar áttu í vandræðum með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024