Keflvíkingar einir á toppnum
Grindvíkingar með sigur gegn Stjörnunni
Bæði Grindvíkingar og Keflvíkingar fögnuðu sigri i Domino's deild karla í körfubolta í gær. Grindvíkingar báru sigurorð af Stjörnunni í Garðabæ 90-94 í spennandi leik. Þeir Jóhann Árni og Sigurður Þorsteinsson voru atvæðamestir Grindvíkinga í leiknum.
Keflvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með Borgnesinga sem komu í heimsókn í TM-höllina. Lokatölur í Keflavík 111-71 þar sem leikmenn toppliðsins dreifðu stigaskorinu bróðurlega á milli sín. Njarðvíkingar leika svo gegn KR í kvöld og tapi Vesturbæjarliðið þar sitja Keflvíkingar áfram einir á toppnum.
Tölfræðin úr leikjunum:
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.