Keflvíkingar einir á toppnum
Keflavík lagði ÍA 3-1 í fjórðu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld og eru fyrir vikið einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 12 stig.
Mörk Keflavíkur í kvöld gerðu þeir Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Steinarsson og Þórarinn Brynjar Kristjánsson. Vjekoslav Svadumovic gerði mark ÍA.
Nánar verður greint frá leiknum síðar...