Karlakórinn
Karlakórinn

Íþróttir

Keflvíkingar deildarmeistarar eftir tvísýnan grannaslag
Thelma Ágústsdóttir átti fínan leik í gær og skoraði tólf stig þegar Keflavík urðu deildarmeistar Subway-deildar kvenna. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 09:50

Keflvíkingar deildarmeistarar eftir tvísýnan grannaslag

Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitil Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í gær þegar þær keflvísku unnu eins stigs sigur á Njarðvík. Daniela Wallen skoraði úrslitastigið úr vítakasti á lokasekúndu leiksins.

Njarðvík - Keflavík 74:75

Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni, og það voru heimakonur sem byrjuðu leikinn betur og höfðu sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (20:13).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gestirnir náðu vopnum sínum í öðrum leikhluta og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust svo á forystunni en Njarðvík hélt tveggja stiga forskoti í hálfleik (35:33).

Birna Valgerður Benónýsdóttir setti niður þriggja stiga körfu í upphafi þriðja leikhluta og kom Keflvíkingum í forystu sem þær héldu út leikhlutann og bættu við forskotið sem fór í mest í ellefu stig (41:52) en staðan var 51:58 fyrir lokaleikhlutann.

Njarðvíkingar höfðu ekki sagt sitt síðasta og lagt árar í bát, þvert á móti komu þær brjálaðar til fjórða leikhluta og skoruðu átta fyrstu stigin til að komast yfir á nýjan leik (59:58). Eftir það var ýmist jafnt á öllum tölum eða Keflavík með örlitla forystu – allt þar til að fimm sekúndur voru eftir en þá jafnaði Selena Lott í 74:74.

Úslitin réðust svo á lokasekúndunni þegar Ena Viso braut á Danela Wallen sem fékk tvö vítaköst. Wallen misnotaði fyrra vítakastið en skoraði úr því seinna og tryggði Keflvíkingum þar með sigur og deildarmeistaratitilinn.

Stigahæstar hjá Njarðvík: Selena Lott (26 stig), Jana Falsdóttir (16 stig), Emilie Hesseldal (16 st.) og Ena Viso (9 stig).

Stigahæstar hjá Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir (16 stig), Birna Valgerður Benónýsdóttir (15 stig), Elisa Pinzan (13 stig) og Thelma Ágústsdóttir (12 stig).