Keflvíkingar deildarmeistarar eftir æsispennandi leik
Keflvíkingar sigruðu Breiðablik 96:98 í gær í úrvalsdeild karla í körfuknattleik og urðu um leið deildarmeistarar. Damon Johnson var bestur í liði Keflavíkur með 34 stig.
Það var ótrúleg stemmning á leik Breiðabliks og Keflavíkur í gær sem var lokaleikurinn í deildinn. Með sigri gátu Kefvíkingar tryggt sér 1.sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Áhorfendur frá báðum liðum fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og náðu strax góðu forskoti. Blikar voru þó aldrei langt undan enda miklir baráttuhundar sem gefast aldrei upp. Keflavík leiddi í hálfleik 43:49 og héldu þeirri forustu út þriðja leikhluta. Í síðasta leikhlutanum hrukku hins vegar heimamenn í gang og náðu að jafna leikinn, sem var jafn og spennandi það sem eftir lifði. Keflvíkingar voru þó betri á lokakaflanum og munaði miklu um þriggjastiga körfu Magnúsar Gunnarssonar í endirinn en hann kom þá Keflvíkingum í fimm stiga forskot og þá má segja að sigurinn hafi verið kominn.
Damon Johnson var bestur Keflvíkinga með 34 stig en Magnús Gunnarsson var einnig drjúgur og skoraði 19 stig. Guðjón Skúlason skoraði 16 stig.
Fleirri myndir væntanlegar á næstu mínútum!!
Það var ótrúleg stemmning á leik Breiðabliks og Keflavíkur í gær sem var lokaleikurinn í deildinn. Með sigri gátu Kefvíkingar tryggt sér 1.sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Áhorfendur frá báðum liðum fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og náðu strax góðu forskoti. Blikar voru þó aldrei langt undan enda miklir baráttuhundar sem gefast aldrei upp. Keflavík leiddi í hálfleik 43:49 og héldu þeirri forustu út þriðja leikhluta. Í síðasta leikhlutanum hrukku hins vegar heimamenn í gang og náðu að jafna leikinn, sem var jafn og spennandi það sem eftir lifði. Keflvíkingar voru þó betri á lokakaflanum og munaði miklu um þriggjastiga körfu Magnúsar Gunnarssonar í endirinn en hann kom þá Keflvíkingum í fimm stiga forskot og þá má segja að sigurinn hafi verið kominn.
Damon Johnson var bestur Keflvíkinga með 34 stig en Magnús Gunnarsson var einnig drjúgur og skoraði 19 stig. Guðjón Skúlason skoraði 16 stig.
Fleirri myndir væntanlegar á næstu mínútum!!