KEFLVÍKINGAR DEILDARMEISTARAR
Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfuknattleik eftir stórsigur á Þór í Íþróttahúsinu í Keflavík nú í kvöld. Lokatölur 138-94 fyrir Keflavík. Þetta var 41 sigur Keflavíkur á Þór í röð en Keflavík hefur ekki tapað fyrir Þór Akureyri a.m.k. frá árinu 1981. Guðjón Skúlason fyrirliði Keflavíkur sagðist bjartsýnn á úrslitakeppnina og óskaandstæðingar í úrslitaleik væru Njarðvíkingar. Meðfylgjandi tölvumynd er af Guðjóni Skúlasyni með sigurlaunin í leikslok.VF-tölvumynir: Hilmar Bragi