Keflvíkingar byrja vel í Lengjubikarnum
Keflvíkingar unnu 97:74 sigur á liði Tindastóls í Lengjubikar karla í körfubolta í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga og leiddu heimamenn nánast allan leikinn. Í hálfleik var munurinn sjö stig en Keflvíkingar kafsigldu Stólana í þriðja leikhluta og náðu muninum yfir 20 stig. Eftir það var þetta aldrei spurning um sigur hjá Keflvíkingum, heldu hve stór hann yrði.
Stigahæstir hjá Keflvík voru Darrell Lewis og Magnús Þór Gunnarsson sem báðir skoruðu 23 stig. Hjá Tindastól var Anthony Proctor með 20 stig og 7 fráköst.