Keflvíkingar bjóða frítt á lokaleikinn í Pepsi-deildinni
Knattspyrnudeild Keflavíkur, ásamt Nesfisk ehf. og Lagnaþjónustu Suðurnesja, mun bjóða frítt á leik Keflavíkur og Víkings í Pepsi-deild karla, sem fram fer laugardaginn 4. október kl. 13:30. Leikurinn verður á Nettóvellinum í Keflavík en þetta er síðasti leikur Keflvíkinga í Pepsi-deildinni þetta sumarið.
Á heimasíðu Keflvíkinga segir; „Um leið og Knattspyrnudeildin vill þakka stuðningsmönnum sínum fyrir frábæran stuðning við liðið í sumar viljum við bjóða öllum frítt á leikinn. Við Keflvíkingar eigum öfluga stuðningmenn sem fylgja liðinu sínu í gegnum súrt og sætt. Við fengum viðurkenningu fyrir bestu stuðningsmennina í fyrri hluta mótsins og það sýnir okkur að okkar fólk er alvöru stuðningmenn. Við vonum að stuðningsmenn nýti þetta boð og fjölmenni á leikinn.“