Keflvíkingar bikarmeistarar í Taekwondo
Stjórn Taekwondosambands Íslands fagnar því að losað hafi verið um hömlur á starfi íþróttafélaga með síðustu breytingum á reglugerð sóttvarnaryfirvalda og vonar að félögin geti hafið starfsemi sem fyrst.
Þetta segir í færslu á Facebook-síðu TKÍ en þar segir jafnframt að stjórnin hafi, að vandlega athuguðu máli, ákveðið að aflýsa frekari mótahaldi þennan veturinn.
Þetta þýðir að bikarmeistaratitillinn fellur í skaut Keflvíkinga en þeir sýndu glæsilega tilburði og sigruðu á bikarmóti vetrarins sem var haldið 13. og 14. febrúar síðastliðinn.
„Stjórn TKÍ hefur hins vegar, að vandlega athuguðu máli, ákveðið að aflýsa frekara mótahaldi þennan veturinn og munu bikar- og Íslandsmótin koma á dagskrá vetrarins 2021/2022. Dagsetningar móta verða auglýstar fyrir sumarið svo allir geti undirbúið sig eins vel og verða má.