Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar bikarmeistarar í Taekwondo
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 14:39

Keflvíkingar bikarmeistarar í Taekwondo

Stjórn Taekwondosambands Íslands fagnar því að losað hafi verið um hömlur á starfi íþróttafélaga með síðustu breytingum á reglugerð sóttvarnaryfirvalda og vonar að félögin geti hafið starfsemi sem fyrst.

Þetta segir í færslu á Facebook-síðu TKÍ en þar segir jafnframt að stjórnin hafi, að vandlega athuguðu máli, ákveðið að aflýsa frekari mótahaldi þennan veturinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta þýðir að bikarmeistaratitillinn fellur í skaut Keflvíkinga en þeir sýndu glæsilega tilburði og sigruðu á bikarmóti vetrarins sem var haldið 13. og 14. febrúar síðastliðinn.

„Stjórn TKÍ hefur hins vegar, að vandlega athuguðu máli, ákveðið að aflýsa frekara mótahaldi þennan veturinn og munu bikar- og Íslandsmótin koma á dagskrá vetrarins 2021/2022. Dagsetningar móta verða auglýstar fyrir sumarið svo allir geti undirbúið sig eins vel og verða má.

Af þeim sökum fellur bikarmeistaratitillinn í skaut Keflvíkinga í ljósi glæsts sigurs þeirra á bikarmóti vetrarins og óskar stjórn sambandsins þeim innilega til hamingju með titilinn.
Stjórn TKÍ“
Úr Facebook-færslu Taekwondosambandsins
Hér má sjá frétt Víkurfrétta um bikarmótið 13.–14. febrúar 2021