Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar bikarmeistarar í 2. flokki
Miðvikudagur 28. september 2011 kl. 09:30

Keflvíkingar bikarmeistarar í 2. flokki

Strákarnir í 2. flokki urðu bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Haukum/Markaregni í gær. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og var vel mætt á völlinn.

Það voru þeir Aron Ingi Valtýsson og Bojan Stefán Ljubicic sem komu Keflavík í 2-0 í fyrri hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks. Ekki voru fleiri mörk skoruðu og Keflavík varð því bikameistari. Þess má geta að Keflavík hefur tvisvar orðið bikarmeistari í 2. flokki en það var árin 1967 og 1973.

Fyrirliðinn Viktor Smári Hafsteinssson var að vonum ánægður í leikslok en hans árgangur hefur í gegnum tíðina verið nefndur silfurdrengirnir enda oft orðið að sætta sig við annað sætið. „Loksins kom gullið, þetta er yndisleg tilfinning,“ sagði hann við blaðamann VF í lok leiks í gær. „Þetta er vonandi sá fyrsti af mörgum, við höfum alla burði til þess að vinna fleiri.“ En nánara viðtal má sjá á VefTV Víkurfrétta innan skamms.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurbergur Elísson, Viktor Smári og Magnús Þór Magnússon.