Keflvíkingar bikarmeistarar
Lið meistaraflokks Keflavíkur í körfubolta sigraði lið Snæfells í bikarúrslitaleik. Keflavík sigraði með 96 stigum gegn 71 stigum Snæfells.Síðari hálfleikur var einstefna Keflavíkur og sigurinn aldrei í hættu. Snæfellingar sáu aldrei til sólar þegar líða tók á leikinn, misnotuðu mörg vítaskot ásamt því að vera með afleita nýtingu á þriggjastiga skotum.
Hjá Keflavík voru Damon Johnson og Edmund Saunders sterkir og aðrir leikmenn fylgdu þeim vel á eftir og léku til sigurs.
Hjá Keflavík voru Damon Johnson og Edmund Saunders sterkir og aðrir leikmenn fylgdu þeim vel á eftir og léku til sigurs.