Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar bestu stuðningsmenn 1.-6. umferða
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 11:18

Keflvíkingar bestu stuðningsmenn 1.-6. umferða

Pumasveitin og stuðningsmenn Keflavíkur hafa verið valin bestu stuðningsmenn Landsbankadeildar karla eftir fyrstu 6 umferðinar.

KSÍ stendur fyrir valinu og er litið til prúðmannlegrar og jákvæðrar framkomu, að stuðningsmenn séu í litum félags, hvatningarhróp og söngvar og fleira. Umgjörðin í kringum Keflavíkurliðið hefur verið bætt mikið í aðdraganda þessarar leiktíðar og hefur m.a. verið stofnaður Fjölskyldu- og stuðningshópur Keflavíkur auk þess sem gamlir leikmenn og stjórnarmenn hafa stofnað með sér samtökin Sportmenn sem hittist fyrir alla heimaleiki.

Í viðurkenningarskyni eru veitt peningaverðlaun til sigurvegaranna, sem renna til yngriflokkastarfs félaganna.

Myndir: Jón Örvar Arason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024