Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar áttu ekkert í KR
Föstudagur 19. febrúar 2016 kl. 21:31

Keflvíkingar áttu ekkert í KR

KR-ingar sterkir í toppslagnum

Keflvíkingar voru kafsigldir í Vesturbænum í toppslagnum í Domino's deild karla, þar sem KR-ingar höfðu 16 stiga sigur þar sem lokatölur urðu 103:87. Strax í fyrsta leikhluta gerðu heimamenn í KR út um leikinn með því að salla 36 stigum á Keflvíkinga og munurinn var orðinn 20 stig að loknum fyrsta leikhluta.

Keflvíkingar voru andlausir eftir þessa byrjun og var varnarleikurinn ekki mikið fyrir augað hjá Suðurnesjapiltum. Þriðja leikinn í röð fengu Keflvíkingar yfir 100 stig á sig en þeir hafa tapað þremur leikjum af síðustu fimm. Munurinn á milli KR og Keflavíkur er nú fjögur stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-Keflavík 103-87 (36-16, 21-23, 27-19, 19-29)
Keflavík: Jerome Hill 17/18 fráköst/6 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 14/8 fráköst, Reggie Dupree 12, Magnús Þór Gunnarsson 11, Valur Orri Valsson 11/5 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 7, Magnús Már Traustason 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3, Andri Daníelsson 2, Daði Lár Jónsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0.

KR: Michael Craion 21/5 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 18, Pavel Ermolinskij 13/13 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 11, Darri Hilmarsson 10/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5/4 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0.