Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar án lykilmanna í Hólminum í kvöld
Mánudagur 3. nóvember 2008 kl. 11:28

Keflvíkingar án lykilmanna í Hólminum í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í kvöld klárast fimmta umferðin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik með þremur leikjum. Þar á meðal er leikur Snæfells og Keflavíkur sem fram fer í Stykkishólmi. Keflvíkingar eru fyrir leikinn í kvöld með 4 stig í 4. – 10. sæti. Grindvíkingar eru efstir með 10 stig og KR-ingar í öðru sæti með 8 stig, en þeir eiga leik til góða í kvöld.

Keflvíkingar verða væntalega án þriggja lykilmanna í kvöld. Gunnar Einarsson er meiddur í baki, Þröstur Leó Jóhannsson er kviðslitinn og Jón Norðdal Hafsteinsson er meiddur. Gunnar Einarsson sagði við Víkurfréttir að nú yrðu ungu strákarnir að stíga upp og fá væntalega tækifæri í kvöld. Hann sagði að gengi liðsins hafi ekki verið eins og menn hefðu búist við og það hafi verið sérstaklega sárt að tapa á móti Breiðabliki á heimavelli  í síðustu umferð. "Nú þurfum við bara að rífa okkur upp og gera betur. Það er alltaf gaman að spila í Hólminum því þar er góð stemmning. Okkur hefur yfirleitt gengið vel þar og vonandi verður framhald á því í kvöld,“ sagði Gunnar.

Eins og áður segir eru Grindvíkingar með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir sannfærandi sigur á Þórsurum 108:97 í gær  þar sem Páll Axel Vilbergsson átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík og skoraði 37 stig. Páll Kristinsson skoraði 17 stig og Þorleifur Ólafsson og Brenton Birmingham skoruðu 12 stig hvor.

Njarðvíkingar töpuðu í gær  á heimavelli fyrir Tindastóli, 84:75.  Magnús Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir Njarðvík og Logi Gunnarsson 17. Njarðvík er með 4 stig eftir fimm leiki.

 

 STAÐAN

 

1.

Grindavík

5

5

0

0

555:434

10

2.

KR

4

4

0

0

386:303

8

3.

Tindastóll

5

4

0

1

406:393

8

4.

Þór A.

5

2

0

3

422:450

4

5.

Snæfell

4

2

0

2

317:281

4

6.

FSU

4

2

0

2

362:319

4

7.

Keflavík

4

2

0

2

345:339

4

8.

Breiðablik

4

2

0

2

328:355

4

9.

Njarðvík

5

2

0

3

397:431

4

10.

Stjarnan

5

2

0

3

428:407

4

11.

ÍR

4

0

0

4

298:342

0

12.

Skallagrímur

5

0

0

5

288:478

0