Keflvíkingar aftur í hvítar stuttbuxur
Keflvíkingar eru búnir að ákveða hvernig búningur liðsins í Pepsi-deild karla verður í sumar. Búningurinn tekur örlitlum breytingum frá því sem verið hefur síðustu ár. Liðið mun áfram leika í dökkbláum peysum en buxur og sokkar verða hvítir. Með þessu er horfið aftur til upphafsins en búningur liðsins var þannig á upphafsárum þess og aftur upp úr 1990. Keflavík lék einmitt í svörtum peysum og hvítum buxum þegar liðið varð Íslandsmeistari árin 1964, 1969 og 1971. Einnig er hugmyndin að breyta til og létta aðeins yfir búningnum miðað við það sem verið hefur.
Varabúningurinn verður algulur en sá búningur var tekinn í notkun í fyrrasumar. Á meðfylgjandi mynd er Þórólfur Dói Þorsteinsson búningafrömuður liðsins sem er hæstánægður með að aðeins sé orðið bjartara yfir búningnum. Einnig má sjá Hörð Sveinsson og Bojan Stefán Ljubicic, leikmenn og fyrirsætur Keflavíkurliðsins.
Búningastjórinn, Þórólfur Dói Þorsteinsson, lýst vel á búninga sumarsins.