Keflvíkingar áfram í Puma
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Tótem ehf. hafa framlengt samstarfssamning sinn um tvö ár en Tótem er umboðs- og dreifingaraðili PUMA á Íslandi. Allir flokkar Keflavíkur munu því leika í PUMA til loka ársins 2014. Samstarf Keflavíkur og Tótem hófst árið 2004 og næsta sumar leikur Keflavík því í PUMA-búningum tíunda keppnistímabilið i röð en liðið er það eina í efstu deild sem leikur í PUMA.
Það voru Þorsteinn Magnússon formaður Knattspyrnudeildar og Tómas Tómasson eigandi og framkvæmdastjóri Tótem sem skrifuðu undir samninginn og eins og sjá má á mynd Jóns Örvars var það gert í flugeldasölu deildarinnar.
Það er Knattspyrnudeild mikil ánægja að framlengja samninginn enda hefur samstarfið við Tótem ehf. og starfsfólk fyrirtækisins verið ánægjulegt og farsælt.