Keflvíkingar áfram eftir öruggan sigur á Hetti

Keflvíkingar gerðu góða ferð Austur á Egilsstaði í gær er þeir báru sigurorð af Hetti með 5 mörkum gegn engu í Valitor -bikar karla. Staðan var 0-1 fyrir Keflavík í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleik fékk leikmaður Hattar að líta rauða spjaldið og fullskipað lið Keflvíkinga nýtti sér það og raðaði inn mörkunum. Dregið verður í 16-liða úrslitum í hádeginu.
0-1 Haraldur Freyr Guðmundsson 
0-2 Brynjar Örn Guðmundsson 
0-3 Adam Larsson 
0-4 Jóhann B. Guðmundsson 
0-5 Magnús Þórir Matthíasson
VF-Mynd: Haraldur Guðmundsson var á meðal markaskorara í gær.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				