Keflvíkingar á toppnum
Keilisganga Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags var farin í gær þann 4. júlí. Tilgangur ferðarinnar var að koma póstkassa fyrir á toppi Keilis sem inniheldur gestabók, en Keflavík hefur tilnefnt Keilir sem sitt fjall í verkefnið fjölskyldan á fjallið. Myndir af göngunni verða svo settar inn á heimasíðuna fljótlega og verður hægt að nálgast þær undir myndasafni.
Við hvetjum sem flesta til að ganga á Keilir og rita nafn sitt í gestabækur sem eru þar uppi.
Mynd og texti af heimasíðu Keflavíkur.