Keflavíkurstúlkur yfir gegn Grindavík
Nú fer fram leikur Grindavíkur og Keflavíkur í 4-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik en hann hófst kl. 19:15. Síðustu tölur voru 16-24 gestunum úr Keflavík í hag en búast má við að þær tölur séu eitthvað breyttar enda nokkuð síðan að þessi staða var og seinni hálfleikur hafinn. Víkurfréttir munu birta úrslit leiksins um leið og þau berast.