Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:42

KEFLAVÍKURSTÚLKUR URÐU MEISTARAR Í TVEIMUR FLOKKUM

Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í minnibolta kvenna og í 8. flokki en síðustu „turnerningarnar“ voru um síðustu og næst síðustu helgi. Minni-bolta stelpurnar töpuðu ekki leik í vetur en þær kepptu við Grindavík, Njarðvík og Ungmennafélag Hrunamanna á Flúðrum og var síðasta umferðin í ÍÞróttahúsi Keflavíkur sl. sunnudag. Þjálfari stúlknanna í minniboltanum var Kristín Þórarinsdóttir og fékk hún vatnsbrúsabað að leikjunum loknum. Anna María Sveinsdóttir, besta körfuboltakona Íslands til margra ára afhenti Valgerði Björk Pálsdóttur, fyrirliða bikarinn og stúlkunuim verðlaunapeninga. 8. flokkur Keflavíkur fékk bikarinn afhentan í Reykjavík og við birtum myndir af þeim í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024