Keflavíkurstúlkur úr toppsætinu
Keflavíkurstúlkur misstu toppsætið í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þær töpuðu fyrir Valskonum á Hlíðarenda í gær. Lokatölur urðu 80-67.
Valskonur voru miklu betri í fyrri hálfleik og leiddu með 14 stigum en góður þriðji leikhluti hjá Keflavík minnkaði þann mun og minnstur varð munurinn þrjú stig í fjórða leikhluta. Nær komust þær ekki og Valskonur bættu aftur við forskotið á lokakafla leiksins.
Þetta er annað tap Keflavíkur í síðustu þremur leikjum. Þær hafa leikið einum leik minna en Valur og geta með sigri jafnað þær í efsta sætinu.
Haukarnir hafa styrkst mikið með innkomu Söru Rúnar Hinriksdóttur en tvíburasystir hennar, Bríet Sif, skoraði þó mest í sigri Hauka á KR. Bríet skilaði 34 stigum og Sara Rún var með 28 stig en tók að auki 16 fráköst. Þær skoruðu saman rúmlega helming stiga Hauka.
Valur-Keflavík 80-67 (17-10, 25-18, 14-25, 24-14)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Agnes Perla Sigurðardóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0.
Valur: Kiana Johnson 26/11 fráköst/10 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/11 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/13 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/6 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Sara Líf Boama 0, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.