Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur úr leik i bikarnum
Laugardagur 19. júlí 2008 kl. 19:38

Keflavíkurstúlkur úr leik i bikarnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkurstúlkur féllu í gær út úr VISA-bikar kvenna í knattspyrnu í 8-liða úrslitum þegar þær töpuðu fyrir Val, 2-0 á Vodafone-vellinum.

Valsarar komust yfir á 29. mínútu með marki frá Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur, en markahrókurinn Margrét Lára Viðarsdóttir gerði svo út um leikinn með marki á 78. mínútu.

Mynd/fotbolti.net