Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur úr leik
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 22:39

Keflavíkurstúlkur úr leik

Breiðablik sigraði Keflavík 3-1 í átta liða úrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í kvöld. Keflavíkurstúlkur eru því úr leik í VISA-bikarnum en Blikar halda áfram í fjögurra liða úrslit.

Staðan í hálfleik var 1-1 og skoraði Ólöf Helga Pálsdóttir mark Keflavíkur. Keflavíkurstúlkur áttu fínan fyrri hálfleik en þegar heimamenn gerðu sitt annað mark í seinni hálfleik datt botninn úr leik Keflavíkur og Blikastúlkur gengu á lagið og gerðu þriðja markið.

Breiðablik var meira ógnandi í leiknum en Keflavíkurstúlkur beittu skyndisóknum sem voru að ganga ágætlega en 3-1 tap engu að síður raunin.

„Við hefðum mátt nýta færin okkar betur í leiknum,“ sagði Nína Ósk Kristinsdóttir, leikmaður Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir í kvöld. „Nú einbeitum við okkur bara að deildinni og förum að stela stigum af stóru liðunum,“ sagði Nína að lokum.

VF-mynd/ frá leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024