Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur unnu nauman sigur
Emelía Ósk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í langan tíma með Keflavík.
Fimmtudagur 7. mars 2019 kl. 09:58

Keflavíkurstúlkur unnu nauman sigur

Keflavík vann Snæfell með tveggja stiga mun í leik liðanna í Blue höllinni í Keflavík í gærkvöldi í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 79-77.

Leikurinn var í járnum allan tímann eins og tölurnar bera með sér en heimastúlkur náðu að knýja fram mikilvægan sigur. Brittany Dinkins fór mikinn og skoraði 35 stig og tók 14 fráköst en Bryndís Guðmundsdóttir van henni næst með 14 stig/7 fráköst. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er á toppi deildarinnar með 34 stig eins og Valskonur. Í leiknum í gær kom Emelía Ósk Gunnarsdóttir í hópinn en hún hefur verið á meiðslabekknum í langan tíma. Emelía var einn af lykilleikmönnum Keflavíkur þegar liðið vann alla titla tímabilið 2016-2017. 

Keflavík-Snæfell 79-77 (22-25, 19-17, 23-20, 15-15)

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/14 fráköst/8 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 14/7 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Embla Kristínardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0.