Keflavíkurstúlkur töpuðu í fyrsta leik
KR sigraði Keflavík 60:54 í 4-liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfubolta en staðan í hálfleik var 30:26. Leikurinn var jafn allan tímann. Sonia Ortega, nýi leikmaður Keflavíkur, var stigahæst með 17 stig en Birna Valgarðsdóttir kom næst með 15 stig. Næsti leikur er á heimavelli Keflvíkinga laugardaginn 23. mars.