Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta undanúrslitaleiknum gegn Hamri - leikur 2 í Keflavík í kvöld
Þriðjudagur 16. mars 2010 kl. 11:07

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta undanúrslitaleiknum gegn Hamri - leikur 2 í Keflavík í kvöld

Í kvöld mætast Hamar og Keflavík í sínum öðrum leik í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og hefst hann kl. 19:15. Staðan í einvíginu er 1-0 Hamri í vil eftir sigur liðsins í Hveragerði 97-77 síðastliðinn laugardag.

Hjá Keflavík var Kristi Smith atkvæðamest með 22 stig í laugardagsleiknum. Það lið sem fyrr vinnur 3 leiki í seríunni kemst áfram í úrslit og mætir þar KR eða Haukum. Keflavíkurstúlkur voru á góðu flugi gegn Snæfelli í umspilsleikjunum þar sem Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir fóru mikinn. Það er ljóst að Keflavíkurstúlkur þurfa að reiða sig verulega á þær í kvöld gegn sterku liði Hamars. Leikir liðanna hafa verið jafnir í vetur og því þurfa Keflvíkingar að leika vel til að sigra og jafna Hamar í viðureigninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin er af Birnu Valgarðs í leik gegn Hamri fyrr í vetur. VF-mynd/pket.