Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur töpuðu og Valskonur líka
Daniela Morillo fékk höfuðhögg í öðru leikhluta og lék ekki meira með liðinu gegn KR. VF-mynd/pállorri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 15:25

Keflavíkurstúlkur töpuðu og Valskonur líka

Keflavíkurstúlkur töpuðu óvænt fyrir neðsta liði deildarinnar í Domino’s deild kvenna í körfubolta 75-81. Þær deila efsta sæti deildarinnar með Valskonum sem töpuðu einnig í fjórtándu umferð.

Keflvíkingar misstu sinn sterkasta leikmanna af velli, Danielu Wallen Morillo í hálfleik vegna meiðsla. Hún fékk högg í andlitið og lék ekki meira með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR náði forystu eftir annan og þriðja leikhluta en Keflavíkurstúlkur börðust vel og voru nálægt því að jafna þegar skammt var til leiksloka. Þriggjastiga skot frá Ernu Hákonardóttur dansaði á hringunum en fór ekki ofan í og KR svaraði með körfu og sigldi svo sigrinum í höfn.

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var mjög sáttur með leik stúlknanna þrátt fyrir tapið. „Það er auðvitað erfitt þegar besti maður liðsins fer útaf. Við vorum grátlega nálægt því að jafna og klára leikinn. Vonandi getur Daniela leikið næsta leik. Leyfi mér að vera bjartsýnn á það,“ sagði Jonni.

Keflavík-KR 75-81 (22-20, 18-24, 13-21, 22-16)

Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 19, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 17/12 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 14, Daniela Wallen Morillo 7/8 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Agnes María Svansdóttir 5/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Agnes Perla Sigurðardóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

KR: Annika Holopainen 23/12 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 17/14 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 13/8 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/8 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 4/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 4, Þóra Birna Ingvarsdóttir 3, María Vigdís Sánchez-Brunete 1, Hera Sigrún Ásbjarnardóttir 0, Helena Haraldsdóttir 0, Anna Fríða Ingvarsdóttir 0.