Keflavíkurstúlkur teknar í bakaríið
				
				Stúdínur unnu Keflavík 79:44 í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gær. ÍS-stúlkur voru miklu betri og höfðu mun meiri löngun í sigur en Keflavíkurliðið og því fór sem fór. Erla Þorsteinsdóttir var best Keflavíkustúlkna með 14 stig en aðrar sáust ekki í leiknum. Keflavík er þó enn efst í deildinni með 18 stig.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				