Keflavíkurstúlkur tapa þriðja leiknum í röð
Keflavíkurstúlkur töpuðu 3. leiknum í röð þegar þær biðu lægri hlut gegn botnliði KR í kvöld, 70-77. KR-ingar voru með forystuna allan leikinn, en Keflavík minnkaði muninn undir lokin.
Greinilegt er að Keflvíkingar eru enn að ná sér eftir brotthvarf Resheu Bristol og er eftirmanns hennar beðið með óþreyju.
Þá unnu Grindvíkingar góðan útisigur á ÍS, 51-59, og hafa saxað á forskot Keflvíkinga á toppi 1. deildarinnar.
VF-myndir/Hilmar Bragi