Keflavíkurstúlkur sigruðu Þrótt Reykjavík á heimavelli
- Eru í 4. sæti fyrstu deildarinnar
Þóra Kristín Klemenzdóttir tryggði Keflavík þrjú stig á heimavelli síðastliðinn föstudag í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu. Markið kom á 47. mínútu og eru Keflavík í fjórða sæti deildarinnar. Natasha Moraa Anasi leikmaður Keflavíkur spilaði sinn fyrsta leik í sumar eftir barneignafrí, Natasha var í byrjunarliði Keflavíkur og spilaði fram á 87. mínútu.
Síðasti leikur Keflavíkur fer fram þann 9. september næstkomandi kl 14:00 gegn Víking Ólafsvík á Nettóvellinum.