Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar gegn Haukum
Birna Valgerður Benónýsdóttir fann sig ekki í leiknum eins og flestir leikmenn Keflavíkur, hún var með tíu stig og einunigs tvö fráköst. VF-myndir/Jóhann Páll.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 14. janúar 2023 kl. 16:09

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar gegn Haukum

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar í úrslitum VÍS bikarkeppninnar í körfubolta í dag gegn Haukum sem tryggðu sér sinn þriðja bikartitil í röð og voru betri á öllum sviðum í Laugardalshöllinni. Lokatölur 94-66.

Fyrir stuðningsmenn Keflavíkur var þetta tap salt í sárið en karlalið félagsins tapaði gegn Stjörnunni á miðvikudag. Stúlkurnar gátu bætt upp slaka frammistöðu karlanna en léku sinn lélegasta leik í langan tíma. Ef ekki hefði komið til góð frammistaða Danielu Wallen hjá Keflavík hefði tapið verið enn stærra en var þó 28 stig sem er ótrúlegt í bikarúrslitaleik. Hittni Keflavíkurstúlkna var ótrúlega léleg og fór niður fyrir 10% á meðan Hafnarfjarðarstúlkurnar léku við hvern sinn fingur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Frammistaða Keflavíkurliðanna í bikarvikunni er áhygguefni en jafnframt verulegt umhugsunarefni, hvernig leikmenn í báðum liðum mættu til leiks. 

Besti Suðurnesjamaðurinn á leiknum var Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson sem var að dæma sinn tuttugasta bikarúrslitaleik í körfu. 

Haukar-Keflavík 94-66 (23-14, 22-21, 22-16, 27-15)

Haukar: Keira Breeanne Robinson 22/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 18/4 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 3, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 0, Agnes Jónudóttir 0, Jana Falsdóttir 0, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir 0, Heiður Hallgrímsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 30/16 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Ólöf Rún Óladóttir 4/5 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 2, Agnes María Svansdóttir 2, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Daniela Wallen Morillo skoraði 30 stig og tók 16 fráköst. Hún var eini Keflvíkingurinn sem lék að getu.
VF jól 25
VF jól 25