Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar gegn Haukum
Birna Valgerður Benónýsdóttir fann sig ekki í leiknum eins og flestir leikmenn Keflavíkur, hún var með tíu stig og einunigs tvö fráköst. VF-myndir/Jóhann Páll.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 14. janúar 2023 kl. 16:09

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar gegn Haukum

Keflavíkurstúlkur sáu aldrei til sólar í úrslitum VÍS bikarkeppninnar í körfubolta í dag gegn Haukum sem tryggðu sér sinn þriðja bikartitil í röð og voru betri á öllum sviðum í Laugardalshöllinni. Lokatölur 94-66.

Fyrir stuðningsmenn Keflavíkur var þetta tap salt í sárið en karlalið félagsins tapaði gegn Stjörnunni á miðvikudag. Stúlkurnar gátu bætt upp slaka frammistöðu karlanna en léku sinn lélegasta leik í langan tíma. Ef ekki hefði komið til góð frammistaða Danielu Wallen hjá Keflavík hefði tapið verið enn stærra en var þó 28 stig sem er ótrúlegt í bikarúrslitaleik. Hittni Keflavíkurstúlkna var ótrúlega léleg og fór niður fyrir 10% á meðan Hafnarfjarðarstúlkurnar léku við hvern sinn fingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Keflavíkurliðanna í bikarvikunni er áhygguefni en jafnframt verulegt umhugsunarefni, hvernig leikmenn í báðum liðum mættu til leiks. 

Besti Suðurnesjamaðurinn á leiknum var Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson sem var að dæma sinn tuttugasta bikarúrslitaleik í körfu. 

Haukar-Keflavík 94-66 (23-14, 22-21, 22-16, 27-15)

Haukar: Keira Breeanne Robinson 22/12 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 20/7 fráköst/7 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 18/4 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 8/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 3, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 0, Agnes Jónudóttir 0, Jana Falsdóttir 0, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir 0, Heiður Hallgrímsdóttir 0.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 30/16 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 10, Birna Valgerður Benónýsdóttir 10, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Ólöf Rún Óladóttir 4/5 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 2, Agnes María Svansdóttir 2, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Lára Vignisdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Daniela Wallen Morillo skoraði 30 stig og tók 16 fráköst. Hún var eini Keflvíkingurinn sem lék að getu.