Keflavíkurstúlkur rassskelltar á heimavelli
Keflavík beið afroð 1-9 á móti Íslandsmeisturum Vals í Landsbankadeild kvenna í leik sem fram fór í slagviðri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í dag. Valsstúlkur komust í 0-7 áður en Keflavík komst á blað en Björg Ásta Þórðardóttir skoraði mark Keflavíkur. Fyrir Íslandsmeistara Vals skoruðu Pála Marie Einarsdóttir, Vanja Stefanovic, Sif Rybær, Hallbera Guðný Gísladóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Logadóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir með eitt mark hver en Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði tvívegis.
Nánar verður greint frá leiknum síðar.
VF-MYND: Úr leik Keflavíkur og Vals í dag.