Keflavíkurstúlkur prúðastar
Fjórði og fimmti flokkur kvenna hjá Keflavík tók þátt í pæjumóti Vöruvals í Vestjannaeyjum 14.-18. júní sl.Á lokahófi mótsins fékk 4. flokkur verðlaun fyrir prúðmennsku utan vallar og Helena Ýr Tryggvadóttir, leikmaður með 4. flokki var valinn prúðasti leikmaður mótsins. Helena hlaut að launum veglegan bikar fyrir prúðmennskuna og 4. flokkurinn í heild hlaut annan eins. Þess má einnig geta að 5. flokks stúlkur voru einnig mjög prúðar á mótinu, þrátt fyrir að þær hafi ekki hlotið verðlaun fyrir.