Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur náðu í sigur í Hólminum
Dinkins hefur leikið mjög vel í vetur.
Þriðjudagur 15. janúar 2019 kl. 00:07

Keflavíkurstúlkur náðu í sigur í Hólminum

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Snæfelli á útivelli í Domino’s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi í jöfnum og spennandi leik. Lokatölur urðu 72-82 og er óhætt að segja að það hafi verið sviptingar í leiknum því heimastúlkur leiddu með 12 stigum í hálfleik, 42-30. Keflavíkurstúlkur tóku svo völdin í þriðja og fjórða leikhluta og komust yfir og innbirtu fjögurra stiga sigur.

Brittany Dinkins fór mikinn hjá Keflavík og skoraði 41 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Salbjörg Sævarsdóttir var með 18 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 10 stig. Keflvík jafnaði við KR í efsta sæti en hefur leikið einum leik meira. KR mætir stjörnunni 16. jan.

Njarðvíkurstúlkur töpuðu fyrir Tindastóli á Sauðárkróki í fyrrakvöld eftir framlengingu. Lokatölur urðu en Njarðvík leiddi í hálfleik með 16 stigum, 30-46. Stólarnir skoruðu risaþrist á síðustu sekúndum leiksins og tryggðu sér sigur gegn þeim grænu í framlengingu þar sem Teeondra fór mikinn í liði Stólanna. Lokatölur 97-93 í svaka leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024